Jólamánuðurinn
Loksins er jólamánuðurinn kominn og 1. í aðventu er á morgun! Mission dagsins er að hengja aðventukransinn á útidyrahurðina. Það verður gestaþraut. Nú er löglegt að skreyta meira en ég hef þegar gert. Svo er líka komin helgi og ekki er það verra. Okkur Herdísi Maríu finnst voðalega notalegt að hafa Einar hjá okkur þegar að við vöknum. Uppáhaldstíminn minn með Herdísi Maríu er nefninlega þegar að við vöknum á morgnana. Þá er daman í yndislegu skapi. Við byrjum að rumska saman og þá tek ég hana upp í rúm til mín. Þar kúrum við og dormum, vöknum hægt og teygjum úr okkur. Herdís María tekur góðar 10 mínútur í að teygja úr sér og mér finnst það hræðilega krúttilegt. Svo þegar hún vaknar alveg þá fer hún að brosa og spjalla við mömmu sína. Þetta er yndislega dúllulegt og ég á bágt með að knúsa hana ekki OFfast.
Eigum við að hætta að klæða stráka í blátt og stelpur í bleikt?? Rosalega eru mikil læti í kringum þetta. Persónulega finnst mér ekkert að því að stelpur fái bleik rúmteppi á fæðingardeildinni. Mömmurnar geta líka alveg fengið blá handa stelpunum sínum ef að þær vilja. Þessi umræða er nú meiri stormurinn í vatnsglasi. Herdís María er líka sætust í rauðu, ég hefði átt að heimta rautt teppi á fæðingadeildinni eða gult!! Nei nei.. ég veit svo sem alveg hvert pointið er með þessari fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur og held að hún snúist ekki beint um bleika/bláa dæmið heldur bara þessa kynáherslu sem að við erum soldið hrifin af. Eins og Margrét Pála benti á í sjónvarpinu í gær þá er yfirleitt fyrsta spurningin e. barnsburð "er þetta strákur eða stelpa??" Mér var svo nákvæmlega sama hvort kynið ég fengi, var svo þakklát fyrir að barnið mitt væri heilbrigt.
Efnisorð: Barnahjal, Daglegt líf
<< Home