VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

23.1.08

Oprah og rútínan

Í gærmorgun horfði ég á jólaþátt Oprah og ómælord... þvílíka gjafaflóðið! Hverjir ætli komist í þennan þátt? Allaveganna eru þeir aðilar svakalega heppnir..... maður sá líka fleiri karlmenn í salnum en vanalega. Oprah gaf þvílíkt mikið af gjöfum t.d. 2faldan ísskáp með sjónvarpi, útvarpi, tölvuskjá sem geymdi m.a. 100 uppskriftir ofl. ! Það merkilega var að hann kostaði bara ca. 3.500 dollara =eitt stykki venjulegur 2faldur ísskápur hér. En vá hvað liðið var að tapa sér, það hreinlega öskraði úr sér lungun. Held samt að ég myndi öskra alveg jafnhátt, ef ekki hærra!

Við erum að reyna að koma Herdísi Maríu í rútínu eftir að hafa búið inn á tengdó/ma&pa sl. 2 vikur. Í þessar 2 vikur fékk hún að sofa á milli, var svæfð osfrv. Núna gengur því ekki, eins og áður, að leggja hana inn kl. 22 svo hún geti sofnað sjálf. Planið er því að láta hana vakna kl. 8-9 á morgnana, taka fyrsta lúr rétt fyrir hádegi og síðari lúr um kl. 14. Þá sefur hún til kl 18 og fær ekkert að sofna e. það. Svo er það bara dauðþreytt Herdís María sem að er lögð inn í rúm kl. 21-22 á kvöldin. Dagur 3 í rútínunni í dag. Dagrútínan gengur eins og í sögu, ekkert mál með það. Það er hins vegar búið að vera vesen að fá hana til að sofna á kvöldin. En þetta kemur.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com