VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

22.1.08

Sjokk

Þegar að Birni Inga var kippt upp í bátinn eftir sl. borgarstjórnarkosningar talaði ég um vankanta lýðræðisins full velgju... og nú er velgjan ekki minni. Ég bara neita að trúa því að maður með lítið fylgi á bak við sig og engan varamann eigi skilið að verða borgarstjóri "allra" Reykvíkinga. Mér finnst skömm að þessu. Ég hefði viljað sjá afsögn Villa e. Rey-málið en hann er þó miklu betri kostur en Ólafur F sem borgarstjóri og enn betra væri ef að einhver annar Sjálfstæðismaður leiddi þetta allt saman.
Mér fannst Dagur standa sig frábærlega vel sem borgarstjóri og treysti honum og Svandísi Svavarsdóttur sérstaklega vel að gera góða hluti. Þau eru fulltrúar framtíðarinnar, sama get ég ekki sagt um þá Ólaf F. og Villa. Æ mér finnst þetta allt svo ömurlegt að ég er eiginlega í sjokki! Ég er svo svekkt út í Sjálfstæðisflokkinn að láta eftir borgarstjórastólinn... ojbara... þetta finnst mér lýsandi dæmi um það þegar að menn í sárindum sínum hrifsa til sín völd án þess að hafa hag borgarbúa í huga.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com