VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

3.1.08

Árið 2007















Gleðilegt nýtt ár!!!



Árið 2007 er liðið. Það var einstaklega gott ár í mínu lífi. Það besta til þessa. Á árinu keyptum við Einar okkar fyrsta bíl og okkar fyrstu íbúð. Þann 14. september eignuðumst við svo obbosslega krúttíbollu sem að við skírðum Herdísi Maríu. Ég var ólétt mestan part ársins en ég pissaði á óléttuprufu þann 16. janúar. Á árinu kláraði ég svo alla kúrsa í meistaranáminu mínu, svo ég á bara ritgerðina eftir. Stefni á að útskrifast næsta vor. Það var minna um ferðalög á árinu en oft áður. Ég byrjaði árið á 3 vikna dvöl í Genf og fór einnig til Istanbul. Árið var einnig stútfullt af skemmtilegum stundum með vinum og fjölskyldu. Á árinu eignaðist ég líka nýjan frænda, hann Harald Nökkva. Hann er algjört yndi. Á árinu fæddust líka vinkonur hennar Herdísar Maríu þær Ragna Hlín og Sóllilja Björk.



2008. Ég er uppfull af væntingum varðandi það ár. Það verður samt erfitt að toppa 2007. Er ekki týpískt um hver áramót að setja sér markmið?? Ég ætla allaveganna að taka mér tak og taka upp heilsusamlegra líferni, klassískt ekki satt? Nú svo þarf ég að klára ritgerðina mína og ætla að byrja að vinna eitthvað heima þegar að vorar. Nú svo er það task nr. 1 en það er að ala stelpuna mína upp og eyða tíma með henni. Mér finnst yndislegt að geta verið heima hjá henni og knúsað hana endalaust mikið. Hvað með ykkar áramótaheit?? einhver? Mig langar að fara til útlanda á árinu og gera sólpall hérna fyrir utan. Þá verður sko boðið í grill!!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com