Fall er fararheill
Nýja árið fór heldur illa af stað í Arnarklettinum. Ég var eitthvað að bardúsa inní þvottahúsi þegar að ég heyrði skringilegt hljóð. Ég hélt að ég hefði gleymt að skrúfa fyrir kranann í eldhúsinu og fór þangað en þá mætti ég stórflóði. Hitavatnsrör undir vaskinum gaf sig og heitt vatn flæddi um alla íbúð. Allt fylltist af gufu, rafmagnið fór og ég stóð ein í myrkrinu með Herdísi Maríu á handleggnum. Ég tek vægt til orða þegar að ég segi að ég hafi fríkað út. Þá var nú gott að Einar er í 5 mínútna fjarlægð. Við þurftum sem sagt að flytja út meðan skipt er um parket og eldhúsinnréttingin löguð. Feitur bömmer!! Samt lán í óláni að þetta gerðist ekki fyrir jól. Ég spái því að þetta taki samt allan janúar. Sem sagt janúar 2008 á hótel tengdó!
Við fórum í bústað um helgina. Skelltum okkur í kósý ferð í tilefni af flóðunum í Arnarkletti. Það var yndislegt að sitja út í potti um miðja nótt, logn, stjörnubjart og stórar snjóflygsur féllu hægt til jarðar.
Efnisorð: Daglegt líf
<< Home