VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

27.12.07

Jólalög eða?

Eins og mér finnst sum jólalög æðisleg og velheppnuð þá finnst mér sum hreinlega hræðileg. Þessi slæmu eru oft einhvers konar vellingur af útlenskri laglínu og vandræðalega hallærislegum texta. Ég get nefnt sem dæmi jólaútgáfuna af Gente di mare. Hrikalega misheppnað að mínu viti. Ég fer hreinlega í vont skap við að hlusta á þann hroðbjóð. En önnur jólalög koma mér svo sannarlega í rétta skapið eins og t.d. Svona eru jólin og Þú komst með jólin til mín, en ég held að þær laglínur séu báðar erlendar. Er samt ekki viss.

Jólin hafa í alla staði verið yndisleg. Þetta eru fyrstu jólin hennar Herdísar Maríu og hún fattar ekki neitt. Hún fann nú samt á sér að eitthvað mikið stæði til á aðfangadagskvöld. Dagurinn var samt allur hinn rólegasti, náttfatadagur.. en þegar að í Hamravíkina var komið sá mín að eitthvað mikið var að fara að gerast. Hákon Marteinn og Elías Torfi voru svo spenntir að loftið varð rafmagnað. Nú svo voru allir að knúsast gleðileg jól uppdressaðir og matarilmurinn var dásamlegur. Fyrsta gjöfin hennar Herdísar Maríu var flottur kjóll úr POP og hettupeysa úr HM frá Katrínu og Sverri. Hún fékk svo svona ca. 3000 fleiri gjafir svo við foreldrarnir fórum vel klyfjuð heim. Meiriháttar. Herdís María sofnaði svo ekki fyrr en um miðnætti, alveg útkeyrð litla sílið. Mig langar að þakka fyrir öll jólakortin sem að við fengum, alltaf svo jólalegt að opna þau.

Það var skrýtið að "missa" Einar í vinnuna í morgun en við Herdís María reyndum að hafa það eins kósý og við gátum án hans. HM var reyndar í skýjunum að þurfa ekki að fara í jólaboð og lék við hvern sinn fingur í gömlu rútínunni okkar. Ólöf og börn komu svo í heimsókn seinni partinn. Rosa gaman að fá þau. Núna er bara að bíða eftir næstu fríhollu... gamlárskvöld rétt handan við hornið.

Setti inn myndir hér. Endilega kvittið í gestabókina.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com