VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

13.2.08


Hákon Marteinn...

"stærsti" frændi Herdísar Maríu átti afmæli sl. mánudag. Hann varð 5 ára "kallinn". Við Einar og Herdís María höldum voðalega mikið upp á hann Hákon. Hann og Einar eru bestu vinir og góðir félagar. Ekki ósjaldan sem að þeir spjalla saman í símann um heima og geima eða þar til að Hákon segir "huRRu, eg hRingi eftir 1 mínútu" ..... þá veit Einar að Hákon nennir ekki að tala lengur í símann. Við Einar getum heldur varla hringt í Álfheimana því Hákon Marteinn heldur alltaf að það sé verið að hringja í sig og segir stundum að mamma sín og pabbi hringi bara í okkur seinna. Þeim skilaboðum er ekki alltaf komið áleiðis! Þegar að ég var ófrísk af Herdísi Maríu, komin 8 mánuði á leið, þá var ég að brjóta saman lítil barnaföt. Hákon Marteinn sá mig halda á pínulitlum sokkum og spurði mig svo íbygginn " vaR þetta að koma út úR maganum á þéR???" (hann er sko með ofuráherslu á R-in). Einu sinni vorum við hjá ömmu hans og afa í Hamravíkinni. Hákon er vanur að fá ís úr frystikistunni og afi er sá aðili sem að best er að plata til að gefa sér ís á öllum tímum, meira að segja rétt fyrir mat. Í þetta skipti var afi í vinnunni og Hákon biður um ís. Amma kíkir í kistuna og finnur engan ís: "ha, Hákon... klikkaði afi á ísnum??" Hákon verður voða hissa og amma segir: "Þú verður að hringja í afa þinn og biðja hann um að kaupa ís". Hákon hringir í afa sinn og segir : "Afi, þúRt klikkaðuR!" hehe.. afi hans skildi ekki neitt í neinu!
Elsku Hákon Marteinn innilega til hamingju með daginn þinn. We love you!
ps. Á myndinni sést í baksvipinn á Hákoni "flugstjóra" og "kærustunni" hans henni Sólveigu. Ja snemma beygist krókurinn, verð ég að segja!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com