VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

22.8.08

Áfram Ísland

Hvað haldiði að margir bloggarar bloggi um landsleikinn í dag?? Ábyggilega bara ég. Ég er allaveganna komin í gallann og tilbúin upp í sófa með fána og flautu. Ein heima.

Herdís María hefur nú verið 1 1/2 viku hjá dagmömmu. Það gengur mjög vel og barnið er þvílíkt sátt. Dagmamman hrósar dömunni í hástert og mamman fer bara hjá sér. Herdís María hlær allan daginn, fer að sofa 1, 2 og 3 og hlýðir öllu. Hún leikur fallega og er hvers manns hugljúfi. Foreldrarnir eru að rifna úr stolti. Hún var nú samt eitthvað grumpí í morgun þegar að ég rölti með hana yfir, sjáum hvernig dagurinn verður.

Fór í mæðraskoðun í gær. Hjartslátturinn fannst ekki strax. Ég fann hins vegar vel fyrir bombunni spriklandi þarna inni. "Getur verið að barnið sé á fullu þótt enginn hjartsláttur finnist??" spurði ég. Ljósan hló bara og gafst ekki upp fyrr en við heyrðum þennan fína hjartslátt. Bomban lá bara eitthvað asnalega þarna inní kúlunni. Annars líður mér dásamlega, mér finnst voða gaman að vera ólétt með kúluna út í loftið. Maður verður eitthvað svo fallegur, húðin svo mjúk og brosið svo breitt.

Í kvöld er Einar heima. Já ég sver, það er í frásögur færandi. Kallinn minn er svo bissí í fótbolta, vinnu og formannsstörfum að ég sé hann varla. Ég pantaði því kósýkvöld í kvöld. Eldum góðan mat og höfum nýtínd bláber og rjóma í desert. (Takk Guðný og Fannar).

Efnisorð: , ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com