VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

16.8.08

Litla jólabarnið orðið að nýársbombu

Fórum í 20 vikna sónar í vikunni. Allt gekk svona ljómandi vel. Okkur var seinkað til 30. des svo það lítur út fyrir að það að jólabarnið breytist í eina litla nýársbombu :) Barnið var sprækt og sýndi sig á alla kanta. Ég var alltaf að vona að Einar myndi spyrja um kynið en nibb.... hann spurði ekkert svo ég fæ ekkert að vita :) Bomban okkar var með svoooo kyssulegar varir og japlaði þarna og brosti til okkar. Hér er sónarmynd.
Æ, ég veit að hún er pínu óskýr en ég tók mynd af henni. Þarf að skanna hana inn. Jæja eftir sónarinn settumst við niður með Herdísi Maríu og sögðum henni að nú tæki alvara lífsins við. Hún væri að verða stóra systir og þyrfti að fara að taka meira til hérna heima og svona.
Hún tók bara vel í það og heimtaði litla systur í staðinn. Við sjáum nú til með það!

Hér er ég gengið 20 vikur með Herdísi Maríu.Myndin tekin á klósettinu í Ásgarði.
Og hér er ég gengið 20 vikur með nýársbombuna okkar. Myndin tekin í stofunni í Arnarkletti.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com