Litla jólabarnið orðið að nýársbombu
Fórum í 20 vikna sónar í vikunni. Allt gekk svona ljómandi vel. Okkur var seinkað til 30. des svo það lítur út fyrir að það að jólabarnið breytist í eina litla nýársbombu :) Barnið var sprækt og sýndi sig á alla kanta. Ég var alltaf að vona að Einar myndi spyrja um kynið en nibb.... hann spurði ekkert svo ég fæ ekkert að vita :) Bomban okkar var með svoooo kyssulegar varir og japlaði þarna og brosti til okkar. Hér er sónarmynd.
Hún tók bara vel í það og heimtaði litla systur í staðinn. Við sjáum nú til með það!
Hér er ég gengið 20 vikur með Herdísi Maríu.Myndin tekin á klósettinu í Ásgarði.
Og hér er ég gengið 20 vikur með nýársbombuna okkar. Myndin tekin í stofunni í Arnarkletti.
<< Home