VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

1.9.08

Veikindavikan

mikla er loksins búin... úff það tekur á að vera með veikt barn heima. Sérstaklega barn sem að vill alls ekki hanga inni daginn út og daginn inn. Snúllan er mætt til dagmömmunnar núna svo ég get hoppað í sund og hrist af mér slenið.
Nú hefjast ritgerðarskrif á fullu og aðstoðarkennsla með. Verður því nóg að gera í haust sem er auðvitað bara gaman. Svo er nú að vanda sig að búa til barnið... baka kökuna vel ;)
Helginni var eytt í Reykjavík. Fór í útskrift, út að borða, í leikhús, Grasagarðinn svo eitthvað sé nefnt.
Nú er bara að bíða eftir að Katrín sys komi brún og flott heim frá L.A. Það verður gott að knúsa hana. Mjööööög gott.

Annars gerðist náttúrulega ekkert í veikindavikunni miklu nema að strákarnir okkar komu heim, ráðherrann fór aftur til Kína, fálkaorðugerðarmaðurinn brann yfir um, alþingismenn gistu á hóteli 5 km frá heimili sínu, verðbólgan tæp 15%..... sem sagt týpísk vika á Íslandinu.... svona fyrir utan handboltaskrákana. Annars þá er nú nóg komið með Dorrit og "stórasta" landið. Þetta var fyndið í 1 dag.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com