VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

12.11.08

Heimildasnobbaður smáköku"étari".

Í þessum skrifuðu orðum er ég að fara yfir fótnótur og heimildaskráningu. Ekki það skemmtilegasta í heimi en nauðsynlegt verk. Það er líka ömurlegt að eiga það eftir í lokin. Ég er með fullkomnunaráráttu hvað varðar heimildir (heimildasnobbuð á hæsta stigi) og engar heimildir eru nógu góðar og skráningin verður að vera fullkomin. Þetta getur verið mjög þreytandi til lengdar og ég get orðið þvílíkt pirruð á sjálfri mér. Það góða við þetta allt saman er samt kökuilmurinn sem að umlykur eldhúsið. Ég er að baka sort nr. 2. Bakaði súkkulaðibitakökur í fyrradag og er búin með stóran hluta afrakstursins.... soldið pirruð á mér. Æ það er bara soldið pirrandi að vera ég stundum.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com