Dóttir mín hefur tekið ástfóstri við kuldaskóna sína. Þeir eru úr mjúku leðri, vatnsheldir, loðfóðraðir og falla alveg að fætinum svo hún á mjög auðvelt með að ganga á þeim. Svo eru þeir náttúrulega gasalega smart. Þegar að ég spyr hana hvort að við ættum að fara út þá kemur hún hlaupandi með kuldaskóna. Þegar að við komum heim þá neitar hún að fara úr þeim og í gær hljóp hún um á bleyjunni sinni og í kuldaskónum. Það lá við að ég gæti sleppt því að baka, hún var svo sæt. Mér þótti nú nóg komið þegar að hún vildi fara í bað í skónum og ekki var ég nú sérstaklega hrifin af því að fá þá upp í rúm! Í morgun fór hún í þeim til dagmömmunnar, labbaði alveg sjálf..... alveg gasalega montin. Ég þurfti að beita hana lagni til að ná henni úr skónum áður en að hún hljóp inn til dagmömmunnar. Mér sýnist þessi skókaup hafi verið sérstaklega góð kaup. :o) (Meðfylgjandi er mynd af þessum vinsælu skóm)
Efnisorð: Barnahjal
<< Home