Bombufréttir og fleiri fréttir
Sit við skriftir á hrekkjarvöku. Ég hef nú ekkert verið sérstaklega skotin í að taka upp ameríska siði en það er eitthvað "notalegt" við að það sé hrekkjarvaka í dag. Veðrið þesslegt eitthvað. Allaveganna gott að sitja við tölvuna með kerti vinstra megin og skúffuköku hægra megin. Segiði svo að ég sé ekki í megrun!
Fór í mæðraskoðun í gær. Allt í góðu þar. Nýjársbomban mín sparkaði af öllum mætti þegar að hjartslátturinn var mældur, þvílíkur fótboltagarpur. Hjartslátturinn var í kringum 140 svo það er nú lítið hægt að lesa í hann í sambandi við kyn. Annars er ég með klemmda taug í hægri rasskinn svo ég hef átt erfitt með gang. Kenni skriftum og barni á handlegg um.. jú kannski líka barni í maga.... eða bara Einari! Æ, þvílíkt pirrandi verkur. Annars er ég hraust, fínn blóðþrýstingur og eðlileg þyngdaraukning. Þarf samt að taka meira járn.
Ritgerðin gengur hægt en gengur. Ég er komin með 14.000 orð og svona ykkur að segja þá eru þeir kaflar sem komnir eru mjög fínir. Ég hef verið að aðstoðakennarast með svo það er nóg að gera.
Í gær komust íslensku knattspyrnustelpurnar á EM. Einari fannst mjög mikið sign að Herdís María skyldi hafa sparkað í bolta í 1. skipti akkúrat þegar að leikurinn var. Litla daman okkar er nefninlega farin að ganga út um allt, eða ætti ég að segja hlaupa! Það er soldið síðan að hún tók fyrstu skrefin og hefur núna æft sig í smá tíma og er orðin þvílíkt flink. Svo opnar hún alla skápa og skúffur og treður sér inní þá/ofaní þær. Ekkert smá sætt. Svo er hún farin að skilja svo mikið og er bara yndisleg í alla staði. Ég bið hana sí og æ um að kyssa mig því þá kemur þessi yndislega djúsí stútur upp hjá henni. Maður fær ekki nóg af því að kyssa hann! Um daginn þá málaði dagmamman krílin eins og kisur ofl. en Herdís mín neitaði að láta mála sig. Fannst þetta bara ógó eitthvað, algjör pempía. Dagmamman fékk þó að setja einn punkt á nefið á henni en það var allt of sumt. Hún er nefninlega mjög ákveðin og lítið hægt að tjónka við hana þegar að hún vill ekki eitthvað.
Ég er orðin svo þreytt á þessum "ekki benda á mig leik". Enginn vill taka ábyrgð á ástandinu og helst vill fólk kenna einhverju einu um. Annað hvort er þetta Davíð að kenna eða Björgólfi, Hannesi osfrv. Ég bara skil ekki hvernig þetta gat gerst. Hvernig gátu stjórnvöld hundsað varúðarmerki og álit fræðimanna sem að voru löngu farnir að vara við að þetta gæti gerst. Lánalínur voru þegar farnar að lokast í vor. Þegar að Einar kom frá Vín í vor eftir fund með austurrískum banka var hann mjög svartsýnn. Sagði allt stefna í kalda kol. Stjórnvöld og eigendur/stjórnendur bankanna hljóta að hafa vitað að það stefndi í eitthvað. Hvað regluverkið varðar þá er það bara staðreynd að það er alltaf á eftir og hvað okkur almenning varðar þá verð ég bara pirruð þegar að það er verið að kenna honum um þetta. Auðvitað eyddi einhver hluti um efni fram. Flestir mínir vinir gerðu það þó ekki. Svo er fuuuuullt af fólki sem að átti sko ekki mikinn pening í góðærinu. Sá aldrei þessa umræddu kaupmáttaraukningu. Já kennum bara öryrkjunum og gamla fólkinu um. Eða já bara þessum unglingum sem að fóru að kaupa sér tvo snickers í staðinn fyrir eitt áður. Blahhahha
En best að halda áfram að skrifa. Góða helgi og hafið það sem allra allra best.
ps. það væri gaman að sjá fleiri komment.. svona eins og í gamla daga. :)
Efnisorð: Daglegt líf, meðganga
<< Home