Nýr dagur , nýir tímar
Þegar að ég vaknaði í morgun vonaði ég svo innilega að Obama hefði unnið kosningarnar í USA. Ég entist ekki nema til kl 1:00 í nótt en þá höfðu fáar útgönguspár verið birtar og allt óráðið. Allt var svo í lausu lofti fram eftir nóttu og þegar að Einsi skreið upp í rúm um kl 4:00 var ekki alveg öruggt að Obama hefði unnið. En í morgun var nýr dagur, nýtt upphaf..... Obama vann. Fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Obama er tákn breytinga, vonar og nýrra tíma í heiminum. Ég veit að mikið er lagt á manninn en hann er sem ferskur vindur..... hann fyllir mann von um að heimurinn verði betri staður á næstu árum. Eins ólétt og ég er og þar af leiðandi xtra væmin þá grét ég yfir því broti sem að ég sá úr vinningsræðu Obama. Þetta er söguleg stund, til hamingju heimur :)
Efnisorð: Hugleiðingar um pólitík
<< Home