VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

10.10.08

Hér er ég komin 25 vikur með nýjársbombuna. Ekki alveg besta myndin en.... Núna er ég að verða komin 29. vikur og skelli inn samanburðarmyndum á 30. viku. Annars verð ég að viðurkenna að ritgerðin gengur hægt. Verð að spýta í lófana núna og hætta að lesa hverja EINUSTU frétt á netinu. Læt fylgja með góða uppskrift af lauksúpu. Hún er ódýr, tilvalin í kreppunni.

Fyrir 4
400g stórir laukar (mildur laukur frá Spáni hentar vel)
30g smjör
1 msk. extra ólífuolía
½ tsk. sykur
1,2 l gott nautasoð eða vatn og kraftur
salt og pipar
4 franskbrauðssneiðar
2 tsk. dijon sinnep
50g rifinn ostur

Matreiðsla
Skerið laukinn í sneiðar og steikið í potti í smjörinu og olíunni ásamt sykrinum í 10 - 15 mínútur eða þar til laukurinn brúnast. Bætið í soðinu og látið sjóða í 30 - 40 mín. Smakkið til með salti og pipar. Ristið brauðið og stingið út stórar kringlóttar kökur með glasi. Smyrjið dijon sinnepinu á sneiðarnar, stráið ostinum yfir og setjið augnablik undir grill til að bræða ostinn. FramreiðslaSetjið súpurnar í súpuskálar og látið eina brauðsneið fljóta á hverri súpu

Bon apetite

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com