VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

9.10.08

Ástand

Ég er komin í fréttabann í bili. Ég hef hangið daginn út og daginn inn á þessum fréttamiðlum og lep hverja skelfingsfréttina upp eftir annarri. Þetta fer ekki vel með ólétta konu skal ég ykkur segja. Held að það sé langt síðan að ég (sem að er mjög jákvæð og bjartsýn) hef verið svona svartsýn. Langar bara að skríða upp í rúm og undir sæng. Lesa froðubókmenntir. Svona til að létta mér og ykkur lundina sjá meðfylgjandi brandara:

An American said:
"We have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope and Johnny Cash."

The Icelandic replied:
"We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope and no Cash."

Bendi ykkur í leiðinni á Baggalút http://www.baggalutur.is/. Alveg hreint brilljant!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com