VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

13.1.09

Komin heim

Já, vísitölufjölskyldan er komin heim í heiðardalinn. Það er svolítil breyting að vera komin með nýjan einstakling á heimilið en það er mjög gaman. Herdís María var dálítið abbó fyrstu dagana. Hún hélt að lillan væri dúkka spes fyrir hana og vildi halda á henni og klípa í hana eins og hinar dúkkurnar sínar. Hún var því ekki sátt við foreldrana þegar að þeir bönnuðu henni að handleika nýju dúkkuna eins og hún vildi. Svo fannst Herdísi Maríu svolítið erfitt að sjá mömmuna gefa lillunni brjóst og vildi fá smá slurk sjálf. Núna hefur hún tekið litlu systur í sátt og strýkur henni, klappar og kyssir hvenær sem að færi gefst. Hún er náttúrulega það lítil að hún á ekkert eftir að muna eftir sér sem einkabarni ;). Litlan er yndisleg. Hún hefur frá fyrsta degi opnað augun vel og við náum góðu augnsambandi við hana. Hún er líka farin að brosa. Mér finnst við hafa náð góðum tengslum strax. Hún er dálítið óvær á nóttunni og lætur móður sína hafa fyrir sér en hún er dugleg að drekka og þyngist vel. Einar er í fæðingarorlofi fram í miðjan febrúar svo að við erum bara í þessu barnastússi daginn út og daginn inn. Hlökkum til þegar að lillan fer að sofa á nóttunni og róast aðeins í mallanum. Það hefur verið dálítill gestagangur en alls ekkert ofmikill. En við 4ra manna famelían í Arnarkletti kveðjum í bili. (Ótrúlegt að geta sagt þetta!!!)

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com