Skjaldbaka
jæja ritgerðin mjakast. Ég er komin með tæplega 23.000 orð en á ennþá slatta eftir. Mér finnst fyrri helmingur ritgerðarinnar orðinn nokkuð góður en á eitthvað í land í þeim seinni. Finnst ég ekki alveg sjá í land. Ég er því svolítið stressuð þessa dagana þar sem að ég veit að líkaminn minn býður ekki upp á nein 12 klst skrif á dag. Ég get snapað mér klukkustund hér og klukkustund þar áður en að heimilið, barnið eða líkaminn æpir. Ég geng hér um gólf eins og skjaldbaka því einkenni grindargliðnunar láta á sér kræla þegar að ég hef ryksugað smá eða setið í meira en klst við skriftir. Næturnar eru líka stundum soldið strembnar, erfitt að finna þægilega stellingu og svona. Svo hef ég í fyrsta skipti fengið brjóstsviða! Fékk hann aldrei með Herdísi Maríu. Þetta kríli er líka svo hátt uppi, finnst það stundum vera komið velundir rifbeinin. En nóg af kvarti, best að fara á fund með leiðbeinandanum mínum. Ciao!
ps. takk fyrir dásamlegar kveðjur hér í kommentaboxinu fyrir neðan. Kiss, kiss og KRAM!
<< Home