VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.12.08


Aðfangadagur...


...byrjar vel þ.e. engin ælupest en Þorlákur fór meira og minna í ælupest hjá mér :(.
Herdís María vakti okkur um hálf níu og við skiptumst á gjöfum uppí rúmi. Kúrðum smá og fengum okkur svo morgunverð. Herdís María fékk súkkulaðidagatal frá afa sínum í byrjun desember og hefur opnað það samviskusamlega á hverjum degi. Um leið og hún sér dagatalið fer hún að tvístíga, rekur út úr sér tunguna og sleikir út um. Ferlega sætt enda er hún sætabrauðsgrís af verstu gerð. Nú liggja feðginin upp í sófa og horfa á barnaefni og ég sit og tek síðasta rúntinn um vefheima. Svo verður slökkt á tölvu, tjillað yfir góðri jólamynd og svo er það jólabaðið. Síðan brunum við í bæinn í jólaland foreldra minna. Fáum humar, nautalundir og súkkulaðiköku, ekki amarlegt það. Svo er allt svo fallega skreytt hjá þeim, það finnst varla jólalegra heimili. En allaveganna Gleðileg jól kæru vinir og vandamenn. Hafið það gott um jólin. Knús frá okkur til ykkar.

ps. bíðum spennt eftir nýjársbombunni :) ætli hún komi ekki með látum um áramótin !

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com