VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.11.08

Bakstur og meððí ....

Ég hef bakað tvær sortir og þær eru báðar búnar! Nú sé ég fram á það að geta ekki misst mig í bakstrinum þar sem að ritgerðin tekur allan minn tíma. Ætla að baka einu sinni enn og svo sníkja Sörur hjá tengdó. Soldið fúlt að missa af svona miklu í kringum undirbúning jólanna en það þýðir ekkert að velta sér upp úr því. Ritgerðin gengur fyrir.

Ég er byrjuð að pakka inn jólagjöfum og huga að jólakortunum. Nenni ómögulega að eiga þetta allt eftir á síðustu stundu. Svo finnst mér ég líka njóta þess betur að pakka inn og stússast ef að ég geri þetta í litlu stressu og með góðum fyrirvara. Ég er líka byrjuð að skreyta aðeins. Ég hef alltaf verið fyrir gamaldags jólaskraut og er pínu "dottin í það" núna. Ætla að hafa meira rautt hjá mér en oft áður.

Ég hef heyrt að fólki finnist erfiðara að njóta aðventu og jólanna núna en áður. Ég held hins vegar að ég eigi eftir að njóta þeirra betur. Ég elska þennan tíma og finn það ennþá frekar núna hvað maður er heppin að eiga góðan mann og dásamlegt barn. Ég tala nú ekki um alla vinina og stórfamelíuna. Ég er samt ekki að segja að krepputalið hafi ekki áhrif á mig og það hefur þegar haft áhrif á fjárhag okkar Einars. Hins vegar þá tek ég bara einn dag í einu. Nýt þess að horfa á Herdísi Maríu skottast um stofugólfið, þá gleymir maður genginu og öðru krepputali um sinn. Ég verð líka stundum reið. Mér finnst það eðlilegt og heilbrigt. Þetta er náttúrulega óeðlilegt ástand. Ég reyni að fá útrás fyrir reiðina með því að kjafta við fólk um kreppuna... það virðist virka. Þá lekur allt loft úr mér eins og stórri blöðru. Svo er líka mikilvægt að vera ekkert alltaf að tala um þetta. Svo vona ég líka svo innilega að kreppan verði ekki eins djúp og spár gera ráð fyrir og þetta bjargist fyrir horn hjá flestum.

Þetta átti nú ekkert að verða svona kreppupistill, var búin að lofa mér að skrifa sem minnst um það hér á þetta blogg. Svona gerist bara stundum þegar að maður veit ekki nákvæmlega hvað maður ætlar að segja haha :) Ég hlakka allaveganna voðalega til jólanna. Þá fáum við fjölskyldan í Arnarkletti 27 jólapakka. Mjúkan og knúsulegan jólapakka.... með typpi eða pullu... það veit enginn!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com