Gling gló...
klukkan sló. Já ég gleymdi að segja ykkur hvað ég átti yndislegan afmælisdag. Famelían kom upp í Borgarnes færandi hendi og ég bakaði oní liðið. Takk fyrir mig. Mér finnst samt soldið leiðinlegt hvað facebook hefur stolið öllum vinum mínum. Ég fékk trilljón afmæliskveðjur þar og færri hér í kommentakerfið en oft áður. Þakka ykkur kærlega sem að kommentuðu hér, svo gaman :) og ok ok.. þið sem kommentuðuð á facebook takk líka ;) haha! (Fyrst tóku sms símtölin yfir, svo bloggið sms-in yfir og nú facebook bloggið yfir!)
Talandi um facebook, tímaþjófur aldarinnar!!! Ég á náttúrulega að vera að skrifa allan daginn en stelst stundum til að kíkja á facebook. Þar gleymi ég mér í tíma og ótíma.... assgotans vitleysa! Ég fer í facebook straff hér með! Nú er dagmamman í smá fríi og Hildur svilkona var svo elskuleg að koma til mín og passa Herdísi Maríu meðan að ég skrifa. Já, það er gott að eiga góða að.
Horfiði á Mistresses á RUV? Ég er alveg hooked á þessum þætti. Hann endaði ekkert smá spennandi áðan! Dísús! alveg merkilegt hvað Bretarnir geta gert góða þætti. Alveg elska ég breska þáttagerð. Og horfðuði á horror barnfóstruframhaldsmyndina?? Dísús!!
Er ekki lífið merkilegt þegar að maður bloggar um sjónvarpsdagskránna??? Djöfull er ég óspennandi.... Góða helgi!
Efnisorð: Daglegt líf, Tv
<< Home