VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

11.4.05

Nótt

Nú ligg ég hérna upp í rúmi og á að vera farin að sofa því ég á að mæta í reikningshaldspróf í fyrramálið. Ég er voða kvíðin fyrir þetta próf og ligg hérna upptjúnuð og stressuð og get bara ALLS EKKI sofnað. Ég reyndi að byrja að horfa á Desperate houswifes en datt út á þriðja orði og fór að hugsa um framandi lönd og menningu. Um daginn þ.e. í páskafríinu þá var ég voða mikið að hugsa um hvað mig langaði til að fá út úr lífinu og hvað ég vilji gera og hvenær mér líði vel. Ég lenti, í þessum hugrenningum mínum, í ákveðinni tilvistarkreppu því mér líður alltaf eins og ég eigi eftir að gera ákveðinn hlut þ.e. að flytja til Ítalíu. Ég hef talað um þennan hlut síðan að ég var 10 ára gömul en þá reyndi ég að sannfæra foreldra mína að ég hefði verið ítölsk maddamma í fyrra lífi. Ég hélt ein með Ítalíu eins og það væri Ísland á móti Braselíu í úrslitaleik á HM þótt að ég hefði þá aldrei stigið fæti á ítalska grund. En jæja í þessari tilvistarkreppu minni þarna um páskana þá sagði Sigrún vinkona mín dáldið sem að meikaði sens. Það voru ósköp einföld sannindi en hún spurði mig bara blátt áfram af hverju ég væri ekki flutt til Ítalíu?? Hún minnti mig ennfremur á það að ég hefði verið að tala um það síðan að við kynntumst og kannski væri eitthvað á Ítalíu sem að ég þyrfti að finna eða upplifa ???? Ég hef mikið hugsað um þetta undanfarna daga.... Kannski að það séu mín örlög að enda þar? Ja... mar veit ekki? Eníveis þá er ég núna í Borgarfirðinum, óravegu frá suðrænum ólífutrjám og fallegum byggingum, úti er hraunið og snjórinn og myrkrið... og það er reikningshaldspróf á morgun... já líkami minn er hér en hugur minn allt annars staðar.......

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com