VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

5.12.05

London baby...

Helgin var yndisleg og akkúrat eins og hún átti að vera. Við Inga höfðum það gott, átum sushi, drukkum hvítvín, kjöftuðum endalaust, skelltum okkur á lífið, átum tapas, drukkum meira hvítvín, fórum á Porto Bello markaðinn, elduðum íslenskt lambalæri, kveiktum upp í arninum og jamm enn meira hvítvín, fórum á trúnó, slökuðum á yfir mynd, fórum í göngutúr meðfram ánni, horfðum á róðrakappana æfa sig, átum enskan morgunverð og já aftur smá hvítvín og þar fram eftir götunum... er ég nokkuð að gleyma einhverju Inga? Eftir velheppnaða samveru með Ingu fór ég svo til Ayelsbury til Tori og át kvöldverð með fjölskyldunni hennar. Mamma hennar er listakokkur og skemmtilegt að ræða við foreldra hennar um allt milli himins og jarðar. Við Tori skelltum okkur svo í bíó eftir kvöldmat. Foreldrar hennar tóku gestaherbergið víst í gegn fyrir mig og ég svaf ofboðslega vært í algjöru prinsessurúmi eftir frábærlega velheppnaða helgi. Ég kynntist London á örlítið annan hátt núna...... og leið pinku svona eins og ég byggi þar. Ég hef komið svo oft og mörgum sinnum til London og nú var komin tími til að hætta að túrhestast og kynnast sjarmanum... og mér fannst borgin skemmtilegri sem aldrei fyrr! Undur og stórmerki gerðust einnig á föstudagskvöldinu þegar að 3 íslenskir karlmenn buðu mér í glas og reyndar kepptust við að bjóða okkur Ingu hægri vinstri! Ég lendi sjaldan í því á klakanum, ekki nema að ég þekki strákana eitthvað, og mér fannst þetta mjög skemmtileg tilbreyting og þarna fengu íslenskir karlmenn prik í kladdann hjá mér ? Nú svo kynntist ég honum Móses sem að er með lambakrullur og strauk í sífellu á mér olnbogann... svaka sætt múf hjá honum he he he.... Nú ég held að ég hafi drukkið hvítvín fyrir allt næsta ár, allar gerðir og stærðir og Inga vínspekúlant lét ekki að sér hæða í vali á stórgóðum vínum. Svo var alveg yndislega kósý hjá okkur á laugardagskvöldinu og Inga sver sig í ættina og er listakokkur... ég var alveg svaðalega slök þarna í sófanum, með hvítvínið að sjálfsögðu, og var komin í svo rómantískar hugleiðingar að Inga greyið varð að gæta sín :) En allaveganna alveg frábær ferð, takk fyrir mig Inga :)
Hér eru myndir frá London og fleiri stöðum

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com