VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

26.11.05


Óhappaferð?

Það er ekki hægt að segja að afmælishelgin hafi byrjað vel. Við Tori áttum að fljúga til Milanó 17. nóvember og drösluðumst upp á flugvöll eldsnemma um morgun og það er sko ekkert lítið ferðalag að fara upp á flugvöll... strætó, lest, leigubíll......
Þar sem að við sátum í rólegheitunum upp á flugvelli og biðum eftir að fá að fara upp í vél var okkur tilkynnt um að fluginu hefði verið aflýst!! Við þurftum því að fara í röð og bíða í klukkustund til að geta breytt miðunum.....(röðin var helvíti líkast.. mér var skítkalt og einhver gaur vildi ólmur spjalla við okkur en það var mjög erfitt að skilja enskuna hans) og svo þurftum við að dröslast heim aftur með allan farangurinn!! Ég fann að ég var að verða slöpp og hálsinn minn á góðri leið með að klemmast illilega saman svo ég fór beint upp í rúm, þegar að heim kom, til að reyna sofa úr mér slappleikann... skemmtilegur afmælisdagur þetta!!
Tori hjúkraði mér samt vel og pantaði pizzu handa okkur og Ömmi og Bjarki kíktu í heimsókn með skilaboð frá öllum krökkunum.. 4 skrifaðar bls af afmæliskveðjum. (ég var voða ánægð með það)
Nú “taka tvö” næsta morgun heppnaðist betur og áður en að við vissum af vorum við komnar til Mílanó. Mílanó er ekki eins og aðrar borgir á Ítalíu sem að ég hef komið til. Hún virkar nútímalegri og er ekki eins falleg. Mér leið samt vel, eins og alltaf á Ítalíu. Í Mílanó er mjög falleg dómkirkja, nóg af búðum og veitingahúsum, vinalegt fólk og gott djamm. Ferðin var nú samt hálfgerð óhappaferð. Í fyrsta lagi var fluginu aflýst svo við misstum einn dag, hótelið sem að við héldum að væri í betri kantinum var skítahola, ég var rænd... hvað annað!!, ég var veik og því uppfull af verkjalyfjum alla helgina..., önnur ameríska stelpan var algjörlega óþolandi.., við komumst ekki til að sjá Síðustu kvöldmáltíðina þar sem að það þarf að panta fyrir fram og það er uppbókað út desember og ég gæti talið upp meira...
Það merkilega er að þrátt fyrir öll þessi leiðindi þá var helgin mjög skemmtileg. Ég og Tori náðum vel saman og við bindumst sterkari vináttuböndum með hverjum deginum.
Ég er því mjög ánægð með Mílanóferðina... og hlakka til að fara til Ítalíu aftur ....
Hér eru örfáar myndir, set fleiri inn seinna..

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com