VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.11.05

The first day of my life.....

...... byrjar á morgun! Hollur matur, lærdómur og svo framvegis... minnka sukkið og svínaríið... allaveganna fram að helgi! Flýg til London á fimmtudaginn og hlakka ekkert smá mikið til. Elska jólastemmarann á Oxford street og svo er ég líka að fara að hitta svo skemmtilega stelpu, hana Ingu mína. Hún er búin að panta fyrir mig í lúxusandlitsbað, svo ætlum við að borða sushi og drekka hvítvín, rölta um markaði, borða ís og hafa það kósý.

Tanksgiving var sl. fimmtudag (alltaf síðasta fimmtudaginn í nóvember) og ég, Bjarx, Justin, Ömmi og Dave fórum til Hamborgar og átum kalkún og allt stuffið sem fylgir og horfðum á amerískan fótbolta. Dave er frá Detroit en liðið hans tapaði og við drekktum sorgum okkar í kokteilatilboðinu á barnum. Síðan skelltum við okkur aftur með lestinni til Luneburgar, beint á írska pöbbinn og þaðan á Garage sem að er huge næturklúbbur. Gott kvöld!
Föstudagskvöldið fór svo bara í videogláp heima hjá Bjarka. Við Justin, Graham, Ömmi og Bjarki horfðum á 12 Monkeys og vá hvað ég var búin að gleyma því hvað þetta er steikt mynd! Okkur fannst öllum voða fyndið þegar að Bruce Willis sagði "I see dead people" he he...
Brad Pitt sveik mig heldur ekki frekar en fyrri daginn og ég bara hreinlega elska hann... horfði líka á Fight Club meðan að ég var veik og bara fæ ekki leið á þeirri mynd.
Dagurinn í dag fór allur í lærdóm og við náðum sem betur fer að klára stóra hópverkefnið okkar í samkeppnisrétti. Við fjölluðum um þátt Orkunnar í verðsamráði Olíufélaganna. Við erum hreinlega búin að vera í sjokki síðan að við lásum skýrslu samkeppnisráðs... að þeir hafi hreinlega leyft sér að brjóta lögin svona vísvitandi... þessi skýrsla er hreinlega skemmtiefni með sorglegu ívafi... sumir tölvupósta forstjóra olífélaganna eru bara ofboðslega fyndnir.. já algjör farsi.. sorglegur farsi...

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com