VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

6.5.06

Uppistand

Þessa dagana eru hlátursdagar í Borgarleikhúsinu. Við Tótla skelltum okkur því á uppistand í gærkvöldi. Uppistandarnir voru Björk Jakobs, Steinn Ármann, Gulla og Þorsteinn Guðmunds. Í stuttu máli sagt þá var alveg rosalega gaman og eins og gefur að skilja drepfyndið. Ég hló svo mikið af Þorsteini Guðm. að tárin láku niður kinnarnar og maskarinn með þeim... úff ég var svört niðrá bringu :) nú svo reif ég sokkabuxurnar mínar því að ég hló svo mikið.... verð að senda Steina reikning fyrir þeim... úff hann átti kvöldið, salurinn lá og enginn nema hann hefur látið dömuna mig líta út eins og krakkhóru. Annars voru þau öll fín, merkilegt samt að allir þurftu að detta í kynlífsbrandarana nema Þorsteinn. Hann talaði bara um vísindamenn og "mikla" hvell ... þróunarkenninguna og fleira í þeim dúr...... hryllilega fyndið! Held að við Tótla skellum okkur bara aftur næsta fimmtudag en þá er klæðskiptingakvöld þ.e. karlleikarar klæddir kvenmannsfötum lesa upp úr píkusögum!??!!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com