já hvað haldiði.. það er komið sumar enda er rigining úti! Ég sit í borðstofunni heima og við stóran suðurglugga og það er sunnanátt og regnið dynur á rúðunum. Ég kveikti á kerti og hef það kósý, ritgerðin komin í tæp 11.000 orð og fótnóturnar komnar vel yfir 300... já ég er ekki kölluð fótnótudrotting fyrir ekki neitt! Ég er sem sagt ekki í neinu sumarskapi akkúrat núna heldur í svona "skrif-próf-kósý-skapi" ef að þið kannist við það?

Mikið rosalega er ég samt farin að hlakka til að skila þessari ritgerð og klára þetta próf. 9. maí......... get ekki beðið!
Já og í pásum drekk ég Pepsi Max og surfa á fasteignavefnum... komin í Kópavoginn núna, margar flottar íbúðir þar, og farin að skoða Volvo bíla... samt ekki með neinu parketi sko þ.e.a.s bílarnir :)
en allaveganna GLEÐILEGT SUMAR!!!!! (einum degi of seint!)
Efnisorð: Daglegt líf
<< Home