VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

13.6.07

Náladofi í borginni

Ég sótti Katrínu systur upp á flugvöll í gær. Hún var að koma frá Tailandi og ekkert smá brún og flott. Hún kom færandi hendi og ég og Einar fengum fullt af pökkum :o) Ég er að vinna hérna í bænum fram á föstudag en þá skila ég af mér skýrslunni. Ég ætla að reyna að nýta frítímann í að rækta vinina, verst hvað ég er með mikinn náladofa eða réttara sagt dofa í annarri löppinni. Það er eins og blóðflæðið sé ekki upp á það besta niðrí vinstri fótinn og ég verð mjög þreytt þegar að líða tekur á daginn í nárarnum sem leiðir niðrí fótinn. Rosalega langar mig í nudd þessa stundina, ekki lítið sko.

Eins og ég elska sumarið þá hata ég flugur. Er svo sem slétt sama um þessar litlu venjulega húsflugur en stórar feitar suðandi fiskiflugur fara í taugarnar á mér og ég er skíthrædd við randaflugur og geitunga. Reyndar heyrði ég í fréttunum að minna væri um geitunga en oft áður en ég hef samt séð þá nokkra. Hata þá!

Bumban stækkar og ég ber vandlega á hana krem og slitolíu. Ég held samt að þetta sé allt í genunum þ.e. hvað varðar slit en allur er varinn svo sem góður. Ég hef bara keypt eina flösku af þessari slitolíu og ætla að reyna að láta hana duga. Nota kremin meira. Mamma slitnaði ekkert og systur hennar ekki heldur, vona að ég verði eins heppin. Ég las á netinu um spangarolíunudd frá og með 34 viku, ætli það virki eitthvað frekar?? Nei ætli það.. er samt að spá í að láta Einsa nudda spöngina daglega frá og með 34 viku hahahah.. hann er nú ábyggilega alveg til í það!!! (eða ekki)

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com