VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.5.07

Bumba á Íslandi

Ég fékk þessi skilaboð í morgun: " Hæhæ, erum á Ko samet eyju núna, búin að steikja mig í sólinni í allan dag, vildi að þú værir hérna." ohoo já ég vildi sko líka að ég væri á einhverri gullfallegri eyju nálægt Tailandi að sóla mig milli strákofanna. Ekkert smá sem að ég öfunda systur mína núna. :)

Í staðinn er ég á Íslandi. Skrapp til Reykjavíkur í gær. Hitti Helgu Guðnýju og Hafdísi á Thorvaldsen og þarna sátum við bumburnar og vorum að springa í bókstaflegri merkingu. Ég held svei mér þá að umræðurnar hafi eingöngu snúist um meðgöngu. Very strange..... Svo varið ykkur á bumbunum með einhæfa umræðuefnið!

Fór í bíó fyrir stuttu. Sá Zodiac. Hún var mjög góð. Rosalega flott mynd en dálítið óhugguleg. Velleikin og góður stígandi. *** stjörnur.
Sá líka Foreldra á skjánum. Hún var fín. Ingvar Sigurðsson var frábær sem skaplausi tannlæknirinn og Víkingur (heitir hann það ekki) góður sem þvílíkt leiðinlegi verðbréfagaurinn "ekkert rugl gaurinn" Vá hvað maður kannaðist við týpuna. Myndin endaði samt einhvern veginn ekki. Ég hef ekki séð Börn en langar að sjá hana núna. **1/2 stjarna.

Efnisorð: , ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com