VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

21.5.07

Bland í poka

Systir mín fór til Tailands um daginn. Ohoo hvað ég öfunda hana. Mig langar svo til útlanda. Ekkert smá skrýtið veðrið hérna núna. Snjór og sól til skiptis. Hey, ég sat smá úti um helgina og fékk lit á bringuna. Núna er það bara sund alla daga til að losna við næpuna.
Annars er ég búin að vera svo þreytt eftir prófin að ég hef sofið 10-12 tíma á sólarhring. Samt gott að geta sofið svona.

Mér líst svakalega vel á nýju stjórnina, ef að af henni verður. Þetta er alveg hreint draumastjórnin mín. Held að hún eigi eftir að reynast góð bæði hvað varðar efnahagsmál, velferðarmál og fleira. Það má nú alveg kíkja aðeins á fæðingarorlofskerfið sem að er mjög óhagstætt nýútskrifuðum. Einar getur t.d. ekki tekið neitt orlof, við bara hreinlega höfum ekki efni á því þar sem að hann er ekki búinn að vera úti á vinnumarkaðnum í 2 ár. Hann útskrifaðist bara fyrir ári og 2007 kemur ekkert inn í þetta!!!

Allt gott að frétta af bauninni. Hún spriklar bara og ég fitna. Er að reyna að borða hollt, ekki mjög auðvelt í prófunum. En ég er ekkert að æsa mig yfir þessu. Einari finnst líka bumban flott :)
En núna hefst sund og ganga, hollustan í fyrirrúmi ..... og koma svooooo!!!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com