VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

7.6.07

Júní-fréttir

Núna sit ég inn á bókasafni og skrifa um íslenskan vinnumarkað, þróun GDP, þátttöku á vinnumarkaði, atvinnuleysi, menntun, verkalýðsfélög, hópuppsagnir, trúnaðarmenn, ríkissáttasemjara og fleira.... spennandi?? Reyndar er þetta fínt verkefni en soldið viðamikið. Við eigum að skila því 15. júní og ég held að það verði alveg tilbúið fyrir þann tíma. Fyrir utan bókasafnið eru nokkrir iðnaðarmenn að helluleggja. Þeir snúa rassinum í mig, ekki amalega útsýni það! Enginn plömmer (sem betur fer) bara ungir Pólverjar að streða. Þetta passar alveg við það sem að ég er að skrifa um íslenskan vinnumarkað og innflutt vinnuafl!


Meðgangan gengur vel. Ég fór í mæðraskoðun í sl. viku. Hjartsláttur fínn 135-145 slög á mín., ég hafði þyngst um 2 kg í viðbót (hef aldrei verið svona þung) en kúlan er í eðlilegri stærð miðað við meðgöngu. Ég er allt of blóðlítil og er því farin að taka járn. Ég er ekki með HIV og sýfillis!!!! (gott að vita það) og ég er O+ eins og mamma. Baunabarnið lætur sko alveg finna fyrir sér og sparkar reglulega yfir daginn. Það er farið að heyra utanaðkomandi hljóð svo ég tala dáldið við það og syng (í einrúmi). En svo er ég öll að steypast út í bólum, hvað er málið með það!!! Djössins hormóna vesen! Fór í strýpur í vikunni. Fór á stofu hérna í Borgarnesi og var bara ánægð með útkomuna. Nú má sólin alveg fara að koma (þ.e. þegar að verkefnið er búið) svo að ég fái smá lit. Þá verð ég feit, brún blondína!

Ég horfði á Ísland-Svíþjóð í gær. Rosalega eru margir sætir leikmenn í sænska landsliðinu. Samt enginn Kenneth Anderson (hehehehhe) en þeir eru allir eitthvað svo fresh! Nenni ekki að tala um úrslitin, þetta var allt svo hörmulegt. Þjálfarinn sagði að leikurinn hefði tapast á 11 mín!!! þvílíka bullið... þessi leikur var hörmung frá upphafi til enda.


Jæja ætla að halda áfram að vinna. Bið ykkur vel að lifa.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com