VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

27.5.07

Hvítasunna

Gleðilega hvítasunnu. Dagurinn í dag hefur verið brill hingað til. Ég byrjaði daginn á að bruna í bæinn og hitti Diljá og Siggu á Vegamótum í lunch. Ég var alveg búin að ákveða að fá mér kalkúna og pastasallatið og varð verulega svekkt þegar að þjónustukonan tilkynnti mér að það væri búið :( Ég fékk mér þá Sesar-salatið. Voða gott líka. Nú við stöllurnar drukkum svo kaffi og spjölluðum í sólinni eða ekki alveg í henni þar sem að Sigga er kuldaskræfa og vildi ekki sitja úti. Svo skelltum við okkur á Kjarvalstaði og skoðuðum sýninguna þar. Tinna hitti okkur þar og við sátum úti í sólinni á einu listaverkanna. Mamma hennar Diljár á stól á sýningunni, rosa flottan klæddan í ullar"peysu" ef að þið fattið mig. Mjög skemmtileg sýning í gangi þarna núna með mikið af spennandi hönnun. Svo fórum við á útskriftarsýningu LHÍ í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku. Líka gaman og áhugavert.

Núna er ég aftur komin í Borgarnes. Sit úti á palli með tengdafamelíunni en nokkrir meðlimir hennar eru í pottinum. Sól og sumar. Einar að elda kjullabringur fylltar með beikoni og osti. Delissjöss. En endilega skellið ykkur á Kjarvalstaði. Þið náið víst ekki útskriftarsýningunni þar sem að síðasti dagurinn var í dag. Góðar stundir.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com