VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

21.9.07

Mjólkurbú Flóamanna

Já, nú má hún Dolly fara að vara sig!
Nú er það ekki bumban fyrst og svo ég, heldur .... brjóstin fyrst og svo ég! Litlan er samt dugleg að tæma og framleiðslan er greinilega komin á fullt því hún hefur ekki undan.

Fyrstu dagarnir heima hafa verið dásamlegir. Einar er í feðraorlofi og við erum bara að kynnast litlu snúllunni okkar og knúsum hana svo mikið að hún veit hvorki upp né niður :) Mikið rosalega er góð lykt af nýburum og þau eru svo mjúk... alveg yndislegt.

Skrokkurinn minn er svona óðum að jafna sig en mér líður svona hálfpartinn eins og ég sé lurkum lamin. Hafi verið á hestbaki í nokkra daga eða eitthvað! En talandi um Dolly og hesta. Þá var ég að spila "I will always love you" fyrir prinsessuna, flottustu útgáfuna af þessu lagi með henni Dolly. Svo þegar að hún vaknar ætlum við að dansa við "Nine to five" :) :) :)

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com