VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

4.12.07

Eftir að ég eignaðist barn þá...

... hræðist ég hluti sem að ég hræddist ekki áður
... gleðst ég svo innilega yfir litlum hlutum
... virði ég líkama minn og þyki vænt um hann
... elska ég foreldra mína á annan hátt en áður og sé þá í nýju ljósi
... trúi ég aftur á þá hluti sem að ég trúði á í barnæsku
... finnst mér sársauki barnsins míns miklu meiri en minn eiginn
... er ég miklu viðkvæmari
... þarf ég ekki að stilla vekjaraklukku
... horfi ég frekar á barnið mitt í spegli en á mig sjálfa
... get ég talað endalaust um kúk og ælu
... uppgötva ég eitthvað nýtt á hverjum degi
... hugsa ég um einhvern annan milljón sinnum á dag
... elska ég manninn minn heitar

og það sem besta er

... opnaðist ný hjartastöð!

Efnisorð: , ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com