VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

7.11.08


Uppselt!!

Hakkavélar og frystikistur uppseldar!!! og ég sem að ætlaði að gefa Einari hakkavél í jólagjöf, bömmer! Hvað get ég þá gefið honum.... strokk ?? og IKEA hækkar vörur um 25%!! Standast þá verðin í jólabæklingnum sem að ég fékk í gær ekki?? Mötuneytið í IKEA er samt ennþá frekar ódýrt. Hægt að fá sér hangikjet og með því á 845 kr.

Ég ætla allaveganna að baka eina sort af smákökum í dag þ.e. ef að ég get gengið út í búð sökum samdráttarverkja. Þetta er ferlegt ástand... ég er stirð eins og nírætt gamalmenni.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com