Snjórinn....
bjargaði öllu! Ohooo yndislegt að horfa út um gluggann, sól og snjór.... veðrið gæti ekki verið yndislegra! Ég fékk alveg anda jólanna yfir mig. Ég er í þessum skrifuðu orðum að hita mér súkkulaði, búin að ýta frá mér leiðinda hugsunum um krónuna og verðbólguna, og ætla að súpa súkkulaðið mitt og fá mér góðar og jákvæðar hugsanir með því!
Helgin er fullplönuð, matarboð með ML-unum í kvöld, sauðamessa á morgun og afmæli hjá Tinnu annað kvöld. Barnaafmæli á Skaganum á sunnudaginn og vonandi gott afslappelsi þar á eftir.
Annars gaf Evrópusambandið nýverið út skýrslu en ég á stóran þátt í gerð kaflans um Ísland. Sjá nánar um það hér. Ritgerðin sniglast áfram og ég er í legghlífum núna (bara svona að koma því að)
82 dagar til jóla!
Efnisorð: Daglegt líf
<< Home