VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

3.1.09

Fæðingasaga nr. 2

Aldrei, aldrei í lífinu hefði mér dottið það í hug fyrir nokkrum árum, að ég ætti eftir að eyða áramótum á fæðingadeild Sjúkrahúss Akraness. Þetta var ekkert smá súrealískt.
En hér kemur fæðingarsagan okkar þann 31. desember 2008.

Ég hafði verið með fyrirvaraverki, aðallega á næturnar, vikuna áður en að bomban kom í heiminn. Ég var orðin soldið þreytt á þessum verkjum og viðurkenni að ég jánkaði fólki með semingi þegar að það sagði mér að halda í mér fram yfir áramót. Að morgni gamlársdags fékk ég slæma túrverki og tók verkjatöflur. Hélt að verkirnir færu eins og svo oft áður. Um klukkan 10 fannst mér verkjalyfin hins vegar ekki virka og fór að gruna að þetta væri kannski að fara í gang. Um klukkan tíu mínútur í tólf fékk ég hríð. Það fór sko ekki á milli mála. 5 mínútum síðar kom önnur og ég hringdi í Einar og sagði honum að koma strax heim. Við hentum okkur upp í bíl og brunuðum niðrá Skaga. Hringdum á undan okkur á leiðinni og mér heyrðist ljósan svona frekar efins og ég fór að pæla í hvort að við værum offljót á okkur. Við hugsuðum sem svo að það væri ekki svo vitlaust að fara allaveganna í mónitor og tékka á stöðunni. Við mættum niðrá sjúkrahús um kl. 13 og ég var sett í rit. Ég fékk frekar harða samdrætti á 4-5 mínútna fresti allan tímann í ritinu og um kl. hálf tvö mældi Helga ljósmóðir útvíkkunina en hún var þá komin í 6-7. Helga hafði orð á því hvað allt væri mjúkt þarna, ég var víst eins og dúnn!! Við færðum okkur inn á fæðingarstofu og ég fékk slökunarnál í ennið og settist á bolta. Mér fannst rosalega þægilegt að sitja á boltanum og notaði glaðloftið þegar að hríðarnar komu. Um klukkan hálf þrjú var ég komin í 9 í útvíkkun og kl. 15 sprakk belgurinn. Þvílíkt sem að það var þægilegt. Ég var þá komin með 10 í útvíkkun og remdist 3svar og út kom bomban okkar eins og Súperman (Herdís María kom líka þannig út). Daman lét heyra í sér og fékk 10 í fyrsta prófinu sínu. Hún var farin að sjúga brjóst eftir 20 mínútur og er hreinlega fullkomin. Við foreldrarnir áttum ekki orð yfir þessari stóru og myndarlegu stúlku, 16 merkur og 54 cm og höfum knúsað hana svo mikið, mikið síðan að hún kom í heiminn.
Fæðingin var frábær, dáldið sárt þarna úr útvíkkun 9-10 :o) Helga ljósmóðir var frábær og við gætum ekki verið hamingjusamari með þetta allt saman.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com