VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

19.12.02


5 dagar til jóla.......
tíminn flýgur áfram .... ég þarf alveg þvílíkt að halda í við hann. Samt náði ég nú að stoppa hann aðeins í gær...... náði að grípa andartakið og njóta.... ég er ástfangin.... svo ástfangin... af svo mörgu.....ástin er kveikja að flestu því fegursta í lífi hvers manns og þó að ástin eigi sér margar hliðar og hver maður upplifi hana á sinn sérstaka hátt þá er afar margt almennt sem maður getur sagt um ástina. Allar heimspekilegar hugleiðingar um ást eiga sér tilverurétt á hvaða tíma sem er og allstaðar.
Væntumþykja, ein besta mynd ástarinnar og um leið sú varanlegasta að mínu mati, er einhver sú besta tilfinning í heimi..... já ég held að hún vari lengst af öllum tilbrigðum ástarinnar en ástin kemur og fer..... breytingar eru það eina sem maður getur verið viss um.

En úr ástinni í Ingibjörgu Sólrúnu... ekki það að ég sé ástfangin af henni ohooo nei... en samt finnst mér ótrúlega gaman að horfa á hana standast orrahríð spyrla fjölmiðlanna. Og öll þessi komment Sjálfstæðismanna um hvað þetta sé óheiðarlegt og hvað þeir vorkenni Framsóknarmönnum og Vinstri-grænum nú eftir þessi "svik"... kommon.... hvernær hefur bláa liðinu ekki verið sama um neitt nema sjálft sig... hverjir eru stressaðir núna??? og svo er bara búið að ákveða að Sammarinn vinni stórsigur í Rvk. og nái inn 10 mönnum... það er gaman að þessu ;-) Mér finnst þetta bara kúl hjá kellunni þó ég ætli kannski ekkert að kjósa hana?????... það verður bara að koma í ljós.... en þetta verður bara meira spennandi í vor.... box í hringnum milli Dabba og Sollu.... spennó :o)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com