VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

18.12.02

Í dag á Katrín systir mín afmæli en hún er mesta yndi í heimi og er orðin 18 ára!!!! Hún er sem sagt ekki neitt lítil lengur heldur massa stór... alveg 160 cm he he he.... segi ég sem að er hæst kvenna ;-) Ég vona að dagurinn verði frábær hjá skússu litlu og að hún skemmti sér vel í kvell með pæjunum ;-)
Ég man allavega þokkalega vel eftir 18 ára afmælinu mínu.... ég, Sóley og Margrét héldum upp á það á Hressó. Vorum þvílíkt egósentrískar og sendum út boðskort með mynd af okkur og læti. Á afmæliskvöldinu fórum við svo út að borða á Hornið og einhverjir útlendingar voru alltaf að slá okkur gullhamra enda vorum við uppstrílaðar í síðkjólum og læti. Við örkuðum svo á Hressó sem var þá AÐAL-skemmtistaðurinn og tókum á móti fullt af liði og djömmuðum feitt fram á rauða nótt. Þetta kvöld er frábært í minningunni þótt ég hafi reyndar farið að grenja inn á klósetti út af Atla minnir mig.... júbb var það ekki???? Stelpur muniði eftir stríðsmyndunum sem að við fengum og kampavíninu frá Begga?? Já maður var ungur og sprækur.... þetta er allavega með betri afmælum...........
og enn og aftur TIL HAMINGJU MEÐ 18 ÁRA AFMÆLIÐ KATRÍN MÍN................

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com