VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

23.12.02

Þorláksmessa og ég á eftir að kaupa nokkrar jólagjafir.... byrja líklegast Þorláksmessurúntinn á nokkrum pökkum... kannski líka einum pínkulitlum handa mér...
Annars var helgin fín. Soldið súr djammlega séð og fólk kemur manni sífellt á óvart... samt kannski ekki. Stundum held ég að maður loki augunum fyrir hlutunum og vilji ekki sjá það slæma þar til það skellur framan í mann eins og blaut tuska. En nóg um það..... spilakvöldið hjá Margréti og Silla var frábært og rosalega gaman að sjá Söru aftur. Hún fer samt aftur 3. janúar svo maður verður að nota tímann. Annars er ég eitthvað svo andlaus núna að ég blogga meira seinna...
hó hó hó
jólin eru að koma :o)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com