VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

11.3.03

Jebb þá er maður komin heim frá Amsterdam!
En eins og þið vitið þá fór ég og heimsótti Bjarka í Amsterdam. Við pöntuðum hótel á netinu og ó mæ god ég fékk sjokk þegar að við mættum á svæðið! Hótelið var í miðju Rauða hverfinu og þar sem að við komum um kvöld þá vorum við bara mitt á meðal hóranna og dópsalanna og mér leist bara ekkert á blikuna...!!
Svo komum við inn á hótelið og það var mjög vond lykt og allt í niðurníðslu og ég var næstum farin að grenja. Maðurinn í móttökunni sá nú pottþétt hvað ég var aum og var þvílíkt næs, sagði að við hefðum ekkert að óttast og gantaðist aðeins við okkur... Svo komum við upp á herbergi og þá var sem betur fer hreint á rúmunum en herbergið var nú ekki upp á marga fiska og það hafði ekki neitt verið endurnýjað síðan 1700 og eitthvað!!!
Þetta skánaði nú samt þegar að við mættum í morgunmat daginn eftir. Fengum fínan morgunmat og trítluðum svo út í allt annað hverfi en við sáum kvöldið áður.... allt frekar rólegt og tjillað. Við byrjuðum á Húsi Önnu Frank. Það hafði töluverð áhrif á mig. Fann alveg þvílíka nálægð þegar að við komum inn í herbergi foreldra Önnu þar sem að mamman hafði merkt á vegginn hvernig stelpurnar höfðu stækkað... svo líka að sjá allar leikaramyndirnar sem að Anna hafði límt á vegginn í sínu herbergi. Ég sá hana alveg fyrir mér vera að hengja þær upp og vissi pottþétt ekkert hvað væri í vændum. Við röltum svo um borgina og kíktum í búðir og fórum svo út um kvöldið. Það var brill-kvöld. Fundum góðan pöbb í "hverfinu okkar" og sötruðum bjór frameftir og kjöftuðum um allt.... fyndið hvað Hollendingar eru lítið hrifnir af Þjóðverjum... það héldu sumir að við værum Þjóðverjar og nenntu varla að tala við okkur en þegar að þau föttuðu að við værum Íslendingar voru allir þvílíkt áhugasamir og spennir... Við ætluðum svo að kíkja á coffieshop en klukkan var orðin of margt svo við enduðum á öðrum pöbb þar sem að sessunautar okkar við barinn sátu með tvo fulla poka af grasi og vöfðu sér jónur í gríð og erg. Þau voru svo fyndin.. algjörir hasshausar... eða grashausar og sögðust vera að vinna við jónuvafninga á skemmtistað þarna rétt hjá. Væru núna í tjilli að fara að reykja...!! Já svona er Amsterdam í dag...
Við gátum varla gengið þrjú skref áfram áður en okkur var boðið kók eða e-töflur... og vorum bara elt á röndum... héldu greinilega að Bjarki væri dópisti og ég fylgdarmær hans... he he... segi svona! Á laugardeginum röltum við í góðum Þjóðhátíðarfíling um borgina og leituðum að Rembrandt-húsinu... vorum eitthvað þvílíkt villt, fundum það loks og vorum þar í 10 mín. Bjarki hafði svo rosalegan áhuga á Rembrandt að ég bókstaflega varð að draga hann út... hann ætlaði bara að vera þarna í marga klukkutíma!!! he he... ekki alveg. Hlógum samt mikið að stuttu stoppi eftir margra klukkutíma leit. Gerðum líka þau afdrifaríku mistök að prófa Burger king í stað Mac.. ætluðum að vera rosa víðsýn og prófa eitthvað nýtt... en ullabjakk... vondar franskar og vondir hamborgarar! Svo er það líka ógesslega fyndið með Hollendinga og franskar.... sáum fólk út um allt með franskar í bréfi og hrúgu af majonesi... allir með franskar og majones... og Bjarki segir að ef að sól skín þá séu allir með franskar og ís!... Svo eru allir Hollendingar með gelað hár... það er ábyggilega metsala á hárgeli í Hollandi.... og ekki sjéns að við Íslendingar eigum heimsmetið í því!! (eins og öllu öðru) Sem sagt týpískur Hollendingur er hjólandi með gelað hár og franskar og majónes í poka!!!

Ég fékk svo mikinn útlandafiðring þarna úti að ég vildi að ég væri flutt út.... someday my friend.... someday!!

En allaveganna þetta var brilliant ferð og ég hef ekki einu sinni sagt ykkur allt.... t.d. hvað sumar hórurnar voru rosalega fallegar... meðan aðrar voru ógeeeeeeð.... eins og þessi gamla og feita sem stóð í þvílíkum fíling, dillandi spikinu og syngjandi...!! og hvað allt Rauða hverfið var morandi af fullum Bretum... og 90% af liðinu þarna voru karlar.... allt út í sexshops og livesexshowes... Ég sagði ykkur heldur ekki frá sætu stelpunni á kaffihúsinu og þreyttu og fúlu afgreiðslukonunni á lestarstöðinni sem sagði að við værum stupid... eða svitasvertingjanum sem lyktaði eins og helvíti.. og elti Bjarka um allt.... og strákinn í lesinni sem huggaði mig þar sem að ég sat með augun full af tárum eftir að hafa kvatt Bjarka á lestarstöðinni....

=Brill ferð!!!!!!!!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com