VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

14.8.03

Samlífið kvatt........

Nú á að kveðja mína með pompi og því öllu á morgun... búið að undirbúa kveðjukaffi og með því og svo er það bara hörkupartý um kvöldið ;-) já það örlar bara á blendnum tilfinningum... vonandi að tilfinningaskalinn verði láréttur á morgun og mar missi sig ekki.... æi það eru bara allir svo sætir og góðir við mig hérna í vinnunni og segjast munu sakna mín ýkt... (svo er bara að sjá hvort maður verði ekki gleymdur og grafinn lax á mánudaginn!!!)

Svo er það menningardagurinn mikli... sem verður kannski rigningardagurinn mikli.... (veit ekki hvort það sé hægt að toppa geipræd samt... þe. rigningarlega séð) Ég ætla samt að rölta um bæinn og sötra ýmsa drykki víðsvegar um borgina, fara í matarboð og fleira skemmtilegt.

Lenti í einu steiktu áðan:
x: hæ majbritt
ég: nei hæ
x: þögn
ég: hvað segirru??
x: vandræðalegur... hmmm þú hringdir aldrei aftur....
ég: (hvað er hann að tala um???? aftur hvað???) jaaaáá hmmm "hik" ég hringi ekki í stráka... :-)
x: nú já svolleiðis... má ég þá kannski hringja??
ég: já endilega hringdu (dó.... hvað er ég að hugsa???? má láta einhvern hringja ef maður er að deita)
x: bæ þá... ég hringi þá bara
ég: jaaaáa ræsk... jaaaaá

já ég er viðbrennd steik og sem betur fer er ég með símanúmerabirti!!!!!!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com