VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.9.03

Ég er alltaf að reyna að hugsa um eitthvað annað til að skrifa um en Bifröst en það er bara lítið annað sem að kemst að. Ég hugsa bara ekki um neitt annað þessa dagana nema skólann og tjúttið. Ég horfi ekki einu sinni á tv, nema já alveg rétt idolið... he he djöll eru Simmi og Jói miklar dúllur... ég var alveg að fíla þá þarna huggandi og knúsandi keppendurna.... ég hló mig allaveganna máttlausa nokkrum sinnum en eins og Sigrún myndi segja fékk samt nettan kjána annars lagið.. he he... ég er samt ennþá að jafna mig á þessari svaðalegu höfnun, ég meina þeir vildu mig ekki í keppnina.... andskotans vesen.. langaði svo að fórna frama mínum á Bifröst til þess að verða stjarna Íslands. Ég meina hvern dreymir ekki um að koma vikulega í Séð og heyrt..... vera með nýja gæjanum undir fyrirsögninni "sjóðandi heit" eða "ást við fyrstu sýn" mæta í popptíví í áskorunina og kastljósið með Bubba og Bjögga????? Ég bara spyr??? ferðast um landið og spila á tónleikum og láta gæjana slefa yfir sér og sitja fyrir utan Skífuna og skrifa á nýjustu plötuna! Já en hér sit ég sökum aldurs og læri lögfræði og með því.... já auma lífið það!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com