VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

15.9.03

Tíminn er svo fljótur að líða.... mér fannst ég nýbúin að blogga en það er komin vika síðan... ekkert smá léleg... ég ætti kannski að láta ykkur lesa verkefnin mín í samningarétti og hagnýtri stærðfræði.... nei ég geri ykkur það ekki mínir kæru vinir... reyndar eru þau helv... skemmtileg í samningaréttinum en stærðfræðin er alveg til þess að drepa mann. Það er samt onnestlí satt hún er leiðinleg.. stundum finnst manni nefnó eins og það sé í tísku að segja að stærðfræði sé leiðinleg.
Eitt soldið fyndið hérna á Bifröst... það eru öll þessi nöfn... himnaríki, helvíti, félagslíf, hrifla, aðalból og bla bla bla... maður var alveg fyrstu tvær vikurnar að átta sig á þessu öllu og svo mállýskan.. já já gleymum henni... Hreddinn og annað slangur er alveg mis... en svo er maður kominn á kaf í þetta og þvílíkt farin á tjá sig á óskiljanlegu tungumáli.
Það er líkamsræktarstöð hérna!!! jebb tæki og tól til að lyfta... ískrar aðeins í hlaupabrettinu og vantar svona algengustu þyngdirnar á lóðunum... en við látum það ekki á okkur fá og höfum tekið dáldið á því.. jebb með finnska skiptinemanum í dag í dúndrandi tónlist....
Hausthátíðin var brill... mín drakk soldið en það hlýtur að hafa reddast... ég var allavega ekki sú sem mest var slúðrað um... reyndar var skónum hennar Öbru stolið og nokkrum töskum.... glossinn minn týndist... en fannst aftur.. he he...
Ég tók steypuna og sendi nokkur klikkuð sms, sem að ég reyndar man ekki eftir að hafa sent... sem sagt tók eitthvað tripp á símanum... dansaði djarfan dans hmmmmm við einn fæddan 83!!! vissi það samt ekki fyrr en eftir á.. en viti menn hann sagði það vera í tísku að stelpur væru með yngri mönnum... já ekki í fyrsta sinn...
Svo var ég dregin upp á svið í eitthvað halló skemmtiatriði..... sem sagt átti að vera í einhverri kynlífsstellingu með einhverjum strák.. neyðó... svo var Bárður alltaf... Maj Britt ekki vera svona fuuuuuuulllll og ég alveg hættu nú alveg og svo var ég kýld... einhver gella sem fílaði mig ekki.... og svo var ég elt af manni með grímu og leiddi strák í rigningu.. já mjög brilliant kvöld... fór í 20 partý og týndi glossinum... jebb búina að minnast á það en hann fannst..... á ólíklegasta stað....
en nú er annað djamm á fimmtudaginn svo maður þarf að safna kröftum...
ætla að taka einn reifara núna með henni Öbru vinkonu minni... Tótla ætlar að kenna okkur að reifa dóma... svo
amen

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com