Síðasta vika var strembin. Mjög mikið að gera í skólanum og verkefnaskil hægri vinstri. Svo var ball með Páli Óskari á fimmtudagskvöldið í Hreðavatnsskála og það var rosalegt stuð þar. Helgin fór því bara í svefn og lærdóm. gerði sem sagt ekkert spennandi :-) lá bara heima hjá mömmu og pabba og lét fara vel um mig. Horfði meira að segja á Crossroads með henni Britney minni og Bachelor. Mér finnst gæinn í Bachelor bara helv. sætur svo ekki sé meira sagt, samt plebbalegur þáttur :-) en samt sjúklega gaman að horfa á hann. Svo kaus mar í Idolinu og svona en ég býð spennt eftir litla Njálusnillingnum ;-) held að hann eigi eftir að stela senunni.
Ég er öll skorin undir iljunum eftir fimmtudagskvöldið, tók nefnó þá ákvörðun að ganga þvert yfir eitthvað hraun þarna út í móa á háhæluðu skónum mínum og datt í 3000 gjótur og ferðafélagi minn þurfti á endanum að bera mig. Veit ekki hvað við vorum að spá, en ég endaði sem sagt fimmtudagskvöldið í fótabaði og finnst mér það heldur upp á við ef að við miðum við samningaréttinn sl. fimmtudagsnótt.
Annars er það bara próflestur og solleiðis næstu daga svo óskiði mér góðs gengis
knús
Maj Britt
<< Home