Það var brjálað veður í nótt og rigningin barði rúðurnar á herberginu mínu hérna í kotinu í gríð og erg. Mikið var ég fegin að liggja bara upp í rúmi með tölvuna mína (sem er orðinn besti vinur minn eða réttara sagt auka útlimur) og hlusta á góða tónlist.
Ég hugsaði líka heil ósköp, get stundum alveg týnt mér í hugsunum um framtíðina og fortíðina. Ég verð eitthvað svo meir þegar að ég hugsa um fortíðina, allar þessar stundir sem að koma aldrei aftur. Svo finnst mér samt svo gaman að velta framtíðinni fyrir mér. Hún kemur mér sífellt á óvart. Ég var samt lengi að venjast því að framtíðin væri ekki svona fastmótuð þ.e. eins og ég hafði ákveðið en núna finnst mér frábært að lifa óhefðbundnu lífi og gera hlutina ekkert endilega í réttri röð.
Ég er mjög ánægð hérna í skólanum, finnst flest fögin skemmtileg og hef eignast fullt af nýjum vinum. Ég get samt ekki beðið eftir næsta ferðalagi og þegar að ég les bloggið hans Ragnars langar mig svo á vit ævintyranna.
Það er samt svo fyndið að þegar að ég var að taka til í tölvunni niðrí vinnu þegar að ég var að hætta þar þá fann ég markmið sem að ég hafði sett mér fyrir kannski 2 árum eða svo. Ég hef náð þeim öllum! Þau voru:
1. Fjárhagsleg: kaupa bíl-klára að borga íbúðina (keypti Snæfinn og borgaði niður íbúðina)
2. Ferðast um Ítalíu (gerði það í sumar í dásamlegri ferð)
3. Andleg: Lesa meira um jóga og breyta mataræðinu (ég hef lesið fullt um jóga og tekið líkamann í gegn)
4. Fara í nám (og hingað er ég komin - á Röstina)
svo gerði ég svo margt annað óvænt td. Amsterdam, Prag, Barcelona ;-) Fór á Bifröst!! mjög óvænt og hef bara gert svo rosalega margt skemmtilegt.
Ég hef því ákveðið að setja mér ný markmið til 2-3 ára (bara svona til gamans)
1. Klára BS í viðskiptalögfræði
2. Ferðast um Evrópu með vinum mínum (sumarið 2004)
3. Fara á Hróarskeldu (það hef ég ekki prófað)
4. Fara á jóganámskeið
Þá er bara að bíða og sjá :-)
<< Home