VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

3.2.04

jæja haldiði að mar sé ekki farinn að sprikla í eróbikki ! Fór í fyrsta tímann minn í gær í langan tíma.... hef alltaf bara verið að hlaupa og lyfta... en núna skellti ég mér í svaka stuðtíma hérna úti í leikfimishúsi. Jamm mar er í svo flottum skóla að það er bara boðið upp á leikfimi og með því!!! En allaveganna þá er búið að fitumæla mann og alles svo það þýðir ekkert annað en að standa sig.

Nú nálgast árshátíðin okkar og mar farinn að koma sér í gírinn. Er að spá í kjólum og svona. Manni langar náttla að vera svaka pæja en veit ekki alveg hvernig það fer... sjáum til ;-) Laugardagurinn næsti verður allaveganna bjútítrítmentadagur en þá fer ég í litun og plokkun og kannski handsnyrtingu ef að buddan lofar.

Gerðum verkefni um sprondeiluna í vikunni, mjög áhugavert. Ég vissi alltaf bara svona smá um hvað þetta fjallaði en núna er mar fær í flestar umræður... gæti meira segja farið að tala um þetta við Pétur Blö og hina kallana... samt rosa gaman þegar að námsefnið tengist svona út í atvinnulífið.

Í kvöld förum við gellurnar í Vallarkoti svo í mat til skvísanna í Bollakoti.... ég var að reyna að komast að því áðan hvað yrði í matinn en það er víst leyndó... segi ykkur það á morgun ;-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com