VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

22.1.04

Við unnum ræðukeppnina og fengum bikar ;-)
Nöfn okkar í ræðuliðinu verða rituð á bikarinn og ég held nú barasta að þetta sé í fyrsta skipti sem að ég mun sjá nafn mitt á bikar! Umræðuefnið voru skólagjöld. Við vorum á móti þeim sem er náttla drepfyndið þar sem að við erum hér á Bifröst í mekka skjólagjaldanna... en við vorum svoooo sannfærandi:
Á hið opinbera að sjá um að greiða fyrir menntun þjóðarinnar eða eiga námsmenn sjálfir að borga brúsann?? Hugsum aðeins um þetta? Skýtur ekki skökku við að námsmenn sem jafnvel þegar hafa greitt tekjuskatt og virðisaukaskatt í ríkiskassann séu látnir punga út enn fleiri aurum til að kosta sitt nám, nám sem að þjóðarsátt hefur ríkt um að eigi að vera öllum jafnaðgengilegt.
Skólagjöld eru engin töfralausn og leysa í raun aldrei fjárhagsvanda menntastofnana. Það virðist bara hljóma eitthvað svo vel að láta bara nemandann, eða foreldrana punga út fyrir þessu því það kostar jú mikið að reka skóla. En athugið það, í dag fara tæplega 40% af tekjum landsmanna til hins opinbera. Hvernig væri að taka aðeins til í ríkisrekstrinum og auka framlög til menntamála, sleppa nokkrum sendiráðum hér og þar og leyfa okkur námsmönnum að njóta þessa umtalaða hagvaxtar undanfarinna ára. Einnig gætu fyrirtæki landsins veitt frekari styrki til náms og skóla og bla bla bla...
einhvernveginn efast ég um að umræðan í kommentakerfinu verði eins heit um þetta málefni og lögleiðingu fíkniefna ;-)
Eftir keppnina skelltum við okkur svo á kaffihúsið og fengum okkur bjór í tilefni sigursins... það er engin spurning að lögfræðideildin er barasta miklu klárari en viðskiptafræðideildin :o)

Um næstu helgi förum við svo til Akureyrar þ.e.a.s Bifröst, HR og HA sameinast í einni stórri svallveislu. Helgin er pökkuð af prógrammi, bæði mjööög fræðilegu og svo einhverju ekki svo mjöööög fræðilegu. Svo er að koma EM inn í dagskránna einhvernveginn??'!!!

En allaveganna þá unnum við ræðukeppnina, unnum KJAFTASK 2004

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com