VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

13.1.04

Well, þá er ég komin aftur... og gleðilegt árið. Ég bara varð að taka mér smá pásu yfir hátíðarnar þ.e. á blogginu. Hef lítið sem ekkert surfað vefinn og er það vel. Gott að taka netta pásu á þetta.
Fyrst ber að nefna að málsvörnin gekk mjög vel hjá okkur. Þetta var allt saman mjög virðulegt og við uppdressuð eins og alvöru bissnessfólk sem veit hvað það syngur :-).
Svo var mar bara komin í jólafrí.... það fór nú annars á annan veg en ég hafði séð fyrir og varð bæði erfitt og frábært. Ég fylgdi ömmu minni blessaðri til grafar en hún dó rétt fyrir jól þessi stórmerkilega kona. Ég sakna hennar mikið en í raun var dauði hennar blessun.
Árið 2003 endaði svo með þvílíkum glæsibrag að ég er í skýjunum og gamlárskvöld og nýársnótt = ógleymanlegt!
Annars er ég lítið fyrir að brjóta hefðir svo hér kemur topp 10 listi 2003!!!!

10. Foo fighters-tónleikarnir í höllinni-rassinn á ljósamanninum er ógleymanlegur sem og Grohl og félagar.....
9. Sumarbústaðarferð í Samlífsbústaðinn - við gellurnar tókum Laugarvatn með trompi... hringdum í bónda og svona
8. Páskapartýið á Skaganum - say no more
7. Menningarnótt-frábært matarboð og svaðalegt djamm
6. Síðasti dagurinn minn hjá Samlíf- einn besti dagur lífs míns.... gjafir, djamm, grátur og læti
5. Svíþjóð og Köben-frábærar móttökur og nett ferð
4. Maja og Tótla- á góóóóðum millitíma
3. Lok desember-þorláksmessa og gamlárskvöld......... upphaf einhvers stórkostlegs!
2. Ítalía, Ítalía, Ítalía.........- þvílík upplifun
1. Námið á Bifröst! - ein besta ákvörðun lífs míns..... brilljant skóli

Svo er mar bara svo heppinn... allir vinirnir... HÁS, saumó og MR-ingarnir... og síðast en ekki síst famelían... sem standa upp úr á árinu.... fullt af góðu djammi eins og haustfagnaðurinn, skálakvöldin, fullt af góðu kúri.... eeeeendalausar umræður í Vallarkotinu..... pjöllulitaðar nærbuxur, Amsterdam, einkunnirnar......mér fannst 2003 frábært...

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com