VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

16.1.04

Þá er fyrsta skólavikan liðin, samþættingarvikan svokallaða.
Minn hópur átti fyrstu kynninguna í morgun en þar áttum við að kynna viðskiptaáætlun. Þetta gekk svona bærilega hjá okkur, held ég... allaveganna hefði þetta getað farið verr!
Nú er svo bara að bruna í bæinn og taka Idolið í kvöld í góðra vina hópi. Erum að pæla í að elda okkur gott og horfa á úrslitin. Mér er eiginlega slétt sama hver vinnur og það gerir þetta óneitanlega minna spennandi.... finnst einhvern veginn enginn vera gegt góður.... allir svona efnilegir einhvernveginn!
Við aðalgellurnar í kotinu horfðum á íslensku tónlistarverðlaunin á miðvikudagskvöldið. Stofnuðum veðbanka og læti og æstum okkur svo yfir úrslitunum ;-) rosa stuð! Þarna lágum við "þunnar" (idolkvöld á kaffihúsinu kvöldið áður) í kósýfötum með sængurnar okkar, útbelgdar af pizzu, og átum ís..... Tótla þessi elska galdraði nefnó allt í einu ís úr frystinum..... já svona er að vera töfrum gæddur :-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com